hidden

Almennt um Indigo

Sérfræðiráðgjöf og aðstoð á sviði hugverkaréttar

Indigo veitir sérfræðiráðgjöf, aðstoð við skráningu hugverka og úrlausn deilumála á sviði hugverkaréttar.

Hugverk eru svo kölluð óáþreifanleg eignarréttindi (e. intangible property rights) og geta t.d. verið vörumerki, einkaleyfi og hönnun.

laptop

Hugverk

Hugverk (e. Intellectual Property) lúta sömu lögmálum og hefðbundin eignaréttindi. Þau geta gengið kaupum og sölu, hægt er að veðsetja þau og þau erfast vitaskuld rétt eins og aðrar eignir.

Skráning hugverkaréttinda veitir eigendum þeirra einkarétt til notkunar þeirra.

Eigandi skráðs vörumerkis stendur t.d. mun sterkar að vígi komi til ágreinings sem varðar eignarétt vörumerkis en oft koma upp mál þar sem samkeppnisaðilar auðkenna vörur eða þjónustu með vörumerki sem er of líkt þegar skráðu merki.

image
Stofnandi Indigo er

Lára Helga Sveinsdóttir

lögmaður
Helstu verkefni og reynsla

Lára Helga hefur um tveggja áratuga reynslu á sviði hugverkaréttar sem lögfræðingur hjá Hugverkastofunni (www.hugverk.is) og býr því yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviðinu. Helstu verkefni hennar þar fólust í að ákvarða um skráningarhæfi vörumerkja og úrskurða um ágreining í andmælamálum, taka ákvarðanir í niðurfellingarmálum og koma fram fyrir hönd Hugverkastofunnar í málum fyrir áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Þá fólst í starfinu virk þátttaka í vinnu við lagasetningu á sviði hugverkaréttar, í samstarfi við viðeigandi ráðuneyti, og í alþjóðastarfi um hugverkarétt.

Nýsköpunar- og
sprotafyrirtæki

Mikilvægt er fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki að huga að vernd hugverkaréttinda, einkum ef þau hyggjast sækja á erlenda markaði. Oft er nauðsynlegt að leita til fjárfesta um stuðning en nánast undantekningalaust er skráning hugverkaréttinda eitt af þeim skilyrðunum sem fjárfestar setja þegar til skoðunar er hvort veita skuli fé í sprotafyrirtæki. Kemur það til af því að skráning hugverkaréttinda veitir fjárfestum tryggingu fyrir því að fjárfestingin sé vernduð af hugverkaréttarlögum.

image
image

Vörumerki

Vörumerki eru auðkenni vöru og þjónustu í atvinnustarfsemi og eru notuð til að neytendur geti þekkt vörur og þjónustu eins aðila frá vörum og þjónustu annarra.

Vörumerki er hægt að vernda með því að fá þau skráð hjá Einkaleyfastofu, www.els.is. Í því felst að eru þau skráð landsbundinni skráningu, þ.e. þau eru einungis vernduð á Íslandi.

Vörumerki geta verið:

Orðmerki

Þ.e. allt sem hægt er að skrifa með táknum, eins og bókstöfum, tölustöfum og öðrum hefðbundnum táknum, Marel og 66°N.

Stök mynd

Mynd ásamt orðum eða táknum

Ef notað er vörumerki sem ekki er skráð og notkun þess brýtur gegn réttindum annars getur þurft að stöðva framleiðslu vörunnar og/eða að finna nýtt vörumerki til auðkenningar.

Alþjóðleg skráning vörumerkja

Ef fyrirhugað er að markaðssetja vöru/þjónustu erlendis er mikilvægt að skrá vörumerkið í viðeigandi löndum. Þegar sótt hefur verið um skráningu vörumerkis hér á landi er hægt að leggja inn umsókn í öðrum löndum í gegnum WIPO (Alþjóðahugverkastofnunina) í Genf. Ef sótt er um skráningu í öðrum löndum innan 6 mánaða frá umsóknardegi hinnar landsbundnu umsóknar er hægt að krefjast forgangsréttar en það felur það í sér að seinni umsóknin telst lögð inn á sama degi og sú fyrri. Gerð er krafa um að alþjóðlega umsóknin byggist á landsbundinni umsókn eða landsbundinni skráningu og verður að gæta samræmis gagnvart þeirri vöru og/eða þjónustu sem um ræðir. Listinn má ekki vera víðtækari en í íslensku grunnumsókninni/skráningunni.
Ef ætlunin er að sækja um vernd í örfáum löndum getur borgað sig að óska eftir vernd í hverju landi fyrir sig.

Hvers vegna að leita til Indigo?

Æskilegt getur verið að leita til sérfræðings á sviði hugverkaréttar ekki síst til að ganga úr skugga um hvort vörumerki sem á að auðkenna starfsemi, vöru eða þjónustu, sé skráningarhæft í skilningi laga um vörumerki nr. 45/1997. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að vörumerki þarf að hafa nægjanlegt sérkenni og aðgreiningarhæfi, sem þýðir að ekki er mögulegt að fá einkarétt á orðum og orðatiltækjum sem lýsa vörunni eða þjónustunni. Orðið veisluþjónustan myndi t.d. ekki vera skráningarhæft fyrir mat eða þjónustu sem tengist þeirri þjónustu. Auk þess getur vörumerki hugsanlega brotið gegn hugverkarétti í eigu annars á þann hátt að vörumerkið sé of líkt eða minni um of á vörumerki sem þegar er skráð.

Lógó

Einkaleyfi

Einkaleyfi vernda tæknilega útfærslu uppfinninga. Ekki er mögulegt að fá einkaleyfi á hugmynd heldur einungis útfærslu hennar, þ.e. búnaði, afurð, aðferð eða notkun. Grundvallar skilyrði einkaleyfis á uppfinningu eru að hún sé (á heimsvísu), frumleg (frábrugðin í meginatriðum frá fyrri tækni) og að hægt sé að fjölfalda hana (uppfinninguna verður að vera hægt að framleiða og selja).

EP staðfesting (EP-validation)

Beiðni um staðfestingu evrópsks einkaleyfis á Íslandi, þarf að berast Einkaleyfastofunni innan 4 mánaða frá því að einkaleyfið var veitt hjá Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO), sbr. 77. gr. einkaleyfalaga nr. 17/1991.

Til þess að staðfesta evrópskt einkaleyfi á Íslandi þarf, innan 4 mánaða frá því að einkaleyfið var veitt hjá EPO, að leggja inn hjá Einkaleyfastofunni eftirfarandi:

  • Íslenska þýðingu á kröfum einkaleyfisins.
  • Hafi einkaleyfið verið veitt á frönsku eða þýsku þarf að leggja fram íslenska eða enska þýðingu á lýsingu og öðrum hlutum einkaleyfisins. (Hafi einkaleyfið verið veitt á ensku þarf ekki að leggja fram þýðingu á lýsingu og öðrum hlutum einkaleyfisins en kröfunum).
  • Upplýsingar um númer einkaleyfis, nafn og heimilisfang einkaleyfishafa.
  • Nauðsynlegt er að hafa umboðsmann með heimilisfesti hér á landi eða á Evrópska efnahagssvæðinu, sjá 12. gr. einkaleyfalaga nr. 17/1991.

image

Hönnun

Með hugtakinu hönnun, í skilningi hugverkaréttar, er átt við útlit vöru eða hluta vöru sem ræðst af einstökum þáttum eða skreytingu hennar. Útlit vörunnar ræðst fyrst og fremst af formi hennar þó aðrir þættir geti einnig haft áhrif, s.s. litur og efni.

Skráning hönnunar veitir eiganda skráningarinnar einkarétt til að hagnýta hana og rétt til að banna öðrum að hagnýta sér viðkomandi hönnun. Því frumlegri og nýstárlegri sem hönnunin er þeim mun sterkari er verndin.

Skráð hönnun gildir í eitt eða fleiri fimm ára tímabil talið frá umsóknardegi. Skráninguna má endurnýja til fimm ára í senn þar til 25 ára verndartíma er náð.

Alþjóðleg skráning hönnunar - Haag samningurinn

Ísland hefur átt aðild að Haag-samningnum frá árinu 2001. Frá þeim tíma hafa íslenskir lögaðilar eða einstaklingar búsettir hér á landi getað lagt inn umsókn um alþjóðlega skráningu hönnunar. Jafnframt hafa erlendir aðilar getað fengið hönnun sína verndaða hér á landi frá sama tíma í gegnum alþjóðlega skráningarkerfið.

hönnun

Hafa samband

Sendu okkur fyrirspurn. Við höfum samband við fyrsta tækifæri.
Hafa samband